Selfoss með slæmt tap gegn Stjörnunni.

Selfoss fór í heimsókn í Garðabæinn í kvöld og sótti Stjörnuna heim. Heimenn tóku forystuna 3-2 eftir 5 mínútur. Selfyssingar tóku þá góðan kipp næstu 10 mínúturnar og komust yfir 6-7. Leikurinn var virkilega jafn og spennandi í fyrri hálfeik. Þegar 20 mínútur voru búnar var staðan jöfn 10-10. Þá náði Stjarnan 2 marka foyrstu sem þeir héltu út fyrri hálfeik og staðan 15-13 í hálfleik. Einar Sverrisson átti stórleik í fyrri hálfeik og setti 7 mörk.

Fyrri hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri þar sem Stjarnan hélt 2 marka forystunni fyrstu 5 mínúturnar og staðan 16-14. Þá hætti Selfoss algjörlega að spila sinn handbolta og vörnin hrundi og engin markvarsla í kjölfarið. Kemst Stjarnan í 22-17 og korter eftir. Þeir halda áfram að bæta í forystuna og þegar 5 mínútur eru til leiksloka er staðan 27-19 og Selfyssingar alveg hættir. Stjarnan klárar svo seinustu 5 mínúturnar 4-1 og 31-20 tap staðreynd.

Liðið spilaði góðan handbolta í fyrri hálfleik og var vel inn í leiknum þá. En í þeim síðari gáfust menn algjörlega upp og algjört andleysi í gangi. Það getur ekki verið ásættanlegt fyrir liðið að sýna það sem þeir sýndu í síðari hálfleik. Liðið brýtur allt of fá fríköst og þar afleiðandi stoppar liðið sóknir Stjörnunar sjaldan. Markvarslan frá Helga í fyrri hálfeik var hinsvegar jákvæður punktur. Hinsvegar var Einar Sverrisson sá eini sem var að reyna lengi vel.

Áhugaverð staðreynd um leik kvöldsins að dómarapar leiksins var að dæma 2 af seinustu 3 leikjum mfl. karla. Þeir dæmdu einnig hjá 2.fl karla seinasta laugardag. Eftir þann leik sendi Selfoss inn skýrslu um dómgæsluna og hegðun dómara. Því er greinilega svarað með því að senda sama dómarapar á næsta leik Selfoss og það stórleik 1.deildarinnar þar sem mikið var undir. Síðuritari undrar sig mikið á þessum vinnubrögðum.

Tölfræði:
Einar S 10/17, 3 brotin fríköst
Matthías Örn 4/10, 4 tapaðir boltar, 2 fráköst og 2 brotin fríköst
Ómar 2/2, 2 tapaðir boltar, 2 fráköst og 4 brotin friköst
Einar P 1/6, 4 stolnir boltar, 2 tap, 1 frák og 5 brotin fríköst
Hörður Gunnar 1/3, 2 fráköst og 2 brotin fríköst
Jóhann G 1/4 og 2 brotin fríköst
Jóhann E 1/2
Magnús Már 0/2
Sverrir P 2 tapaðir boltar
Hörður M 1 tapaður bolti og 1 brotið fríkast
Gunni 0/4, 1 stoð, 1 stol, 3 tap og 1 brot

Markvarsla:
Helgi varði 21 og fékk á sig 23(47%)
Sverrir varði 1 og fékk á sig 8(10%)

Næsti heimleikur liðsins er gegn Víkingi á heimavelli og núna verða Selfyssingar að mæta og styðja okkar menn.