Knattspyrna - Gylfi_Arnor_Freyr 2016gks
Í seinustu viku var skrifað undir þriggja ára samning við þrjá unga og efnilega leikmenn félagsins. Leikmennirnir sem um ræðir eru Gylfi Dagur Leifsson, Arnór Ingi Gíslason og Freyr Sigurjónsson. Þeir eru allir í knattspyrnuakademíunni en hafa auk þess stimplað sig vel inn í æfingahóp meistaraflokks karla og spilað mikið á undirbúningstímabilinu.
Að sögn Gunnars Rafns Borgþórssonar, þjálfara karlaliðs Selfoss, er um að ræða framtíðarleikmenn sem hafa allir farið í gegnum yngri flokkana hjá okkur á Selfossi.
Selfossliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir keppni á Íslandsmótinu og heldur liðið til Spánar í apríl í æfingaferð til að ljúka undirbúningi fyrir sumarið en þess má geta að af 26 manna æfingahópi sem fer til Spánar eru 18 heimastrákar.
Nánar er fjallað um leikmennina á vef Sunnlenska.is.
---
F.v. eru Gylfi Dagur, Arnór Ingi og Freyr sitjandi en standandi eru Adólf Ingvi Bragason formaður og Gunnar þjálfari.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl