Selfyssingar fara í umspil

Handbolti - Kristrún Steinþórsdóttir
Handbolti - Kristrún Steinþórsdóttir

Selfyssingar lágu fyrir Gróttu í Olís-deild kvenna á laugardag. Lokatölur urðu 22-17 en Grótta var einu marki yfir í hálfleik 9-8.

Selfoss hafði að litlu að keppa nema heiðrinum en þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni er ljóst að þær enda í sjöunda sæti deildarinnar og leika á móti liðum sem enda í 2.-4 sæti fyrstu deildar um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Mörk Selfyssinga skoruðu Kristrún Steinþórsdóttir og Dijana Radojevic 6, Perla Ruth Albertsdóttir og Adina Maria Ghidoarca 2 og Hulda Dís Þrastardóttir 1.

Næsti leikur er á útivelli gegn toppliði Fram laugardaginn 1. apríl kl. 13:30.

---

Kristrún var markahæst Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE