Knattspyrna - Hólmfríður og Kaylan
Bikarmeistarar Selfoss eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikarnum eftir frábæran 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals á JÁVERK-vellinum í gær.
Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik en náðu ekki að skora þrátt fyrir ágætar sóknir. Staðan var markalaus í hálfleik en dæmið snerist við í seinni hálfleik þar sem Valskonur tóku leikinn í sínar hendur að miklu leiti.
Kaylan Marckese var frábær í markinu og varði stórkostlega á 73. mínútu. Tveimur mínútum síðar kom leiftursókn Selfyssingar sem skilaði sigurmarkinu. Dagný Brynjarsdóttir brunaði upp völlinn og sendi snyrtilega sendingu til hliðar á Hólmfríði Magnúsdóttur sem kom á meiri ferðinni og negldi boltanum í netið af vítateigslínunni.
Valskonur voru ekki hættar og fengu dæmda vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok. Elín Metta Jensen tók góða spyrnu en markvarslan hjá Kaylan var ennþá betri.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Undanúrslit keppninnar fer fram 1. nóvember og úrslitaleikurinn á Laugardalsvelli fimm dögum síðar.
---
Hólmfríður (t.v.) og Kaylan voru hetjur Selfyssinga í fjórðungsúrslitum.
Ljósmynd af fésbókarsíðu knattspyrnudeildar Selfoss/GKS