Selfoss merki
Selfyssingar biðu skipbrot gegn Víkingum í 1. deildinni á sunnudag. Staðan í hálfleik var 13-7 og unnu Víkingar að lokum átta marka sigur 25-17.
Sævar Ingi Eiðsson var markahæstur Selfyssinga með 4 mörk, Guðjón Ágústsson, Elvar Örn Jónsson, Andri Már Sveinsson og Matthías Örn Halldórsson skoruðu allir 2 mörk og þeir Daníel Arnar Róbertsson, Ómar Vignir Helgason, Hörður Másson, Hergeir Grímsson og Jóhann Erlingsson skoruðu allir eitt mark.
Selfyssingar eru nú í 5. sæti deildarinnar með 11 stig og mæta toppliði Gróttu í Vallaskóla á föstudag.