Dagný gegn Ísrael
Selfyssingar hafa farið mikinn með A-landsliðum Íslands í knattspyrnu seinustu daga og skoruðu fyrsta markið í öruggum 3-0 sigrum liðanna.
Selfyssingarnir Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir komu báðar við sögu í sigri íslenska kvennalandsliðsins á Ísrael í undankeppni HM. Dagný skoraði fyrsta mark leiksins eftir einungis 62 sekúndur. Gumma kom inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Stelpurnar leika á morgun seinasta leiks sinn í riðlinum gegn Serbum á Laugardalsvelli.
Atvinnumennirnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson kom einnig við sögu í leik gegn Tyrkjum í undankeppni EM. Jón Daði var í byrjunarliðinu og skoraði fyrsta mark sitt fyrir Ísland á 18. mínútu. Honum var skipt út af á 90. mínútu og kom Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson inn á fyrir hann í sínum fyrsta landsleik.
Á vef Sunnlenska.is var rætt við Jón Daða og Viðar Örn eftir leik.
Glæsilegur árangur hjá Selfyssingum.
---
Myndir: Myndasafn KSÍ