Selfoss merki
Selfyssingar eru komnir í sumarfrí eftir grátlegt tap gegn Fjölni í undanúrslitum í umspili um sæti í efstu deild í gær. Leikurinn var hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur en því miður skoruðu Fjölnismenn lokamark leiksins tíu sekúndum fyrir leikslok og tryggðu sér með því 24-23 sigur. Staðan 13-12 í hálfleik.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Árni Geir var markahæstur með 7 mörk, Árni Guðmunds. og Sverrir skoruðu 3, Hörður, Elvar Örn, Matthías Örn og Teitur Örn 2 mörk og þeir Hergeir og Alexander hvor sitt markið.
Strákarnir þakka öllum sem studdu við bakið á þeim í vetur. Niðurstaðan ekki eins og stefnt var að en þeir halda áfram, bæta það sem má betur fara og mæta tvíefldir í deildina á næsta tímabili.