samningur_set_umfs_handb001
Í dag undirrituðu fulltrúar handboltans og fulltrúar SET nýjan samning um áframhaldandi stuðning SET við handbolta á Selfossi.Óhætt er að segja að samningur þessi muni renna styrkari stoðum undir það starf sem unnið er hjá handknattleiksdeildinni.
Fyrirtækið SET sem stofnað var árið 1969 hefur í tugi ára verið styrktaraðili deildarinnar,með þessum samningi er stigið stórt skref fram á við hvað viðkemur stuðning við starfið sem unnið er á Selfossi.
Það er öllum aðdáendum handknattleiks mikið fagnaðarefni að hafa hér innanbæjar fyrirtæki sem ekki einungis tryggir afkomu hundruða manna heldur á sama tíma er tilbúið að blása sterkum vindi í segl áframhaldandi uppbyggingar handbolta á Selfossi.
MM
---
Á mynd má sjá Þorstein Rúnar gjaldkera handknattleiksdeildar, Brynjar Bergsteinsson framleiðslu- og vörustjóra SET og Magnús formann handknattleiksdeildar auk þess sem forstjóri SET var ekki langt undan.
Ljósmynd: Umf. Selfoss