Selfoss Dragunas 2018
Selfoss sigraði lið Dragunas með sex mörkum, 34-28, þegar liðin mættust í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða (EHF cup) í gær. Þetta var fyrsti leikur tímabilsins og jafnframt fyrsti leikurinn sem spilaður er í Hleðsluhöllinni (Iðu), nýju heimil handboltans á Selfossi.
Selfyssingar byrjuðu mjög vel og höfðu forystuna frá fyrstu mínútu. Staðan í hálfleik var 17-13. Í seinni háfleik náðu strákarnir mest níu marka forystu, 28-19. Dragunas-menn hrukku þá í gang og náðu þá að minnka muninn niður í fjögur mörk, 30-26. Nær komust þeir ekki og Selfoss vann að lokum sex marka sigur, 34-28.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8, Árni Steinn Steinþórsson 7, Hergeir Grímsson 6, Haukur Þrastarson 5, Atli Ævar Ingólfsson 5, Guðni Ingvarsson 2, Elvar Örn Jónsson 1.
Varin skot: Pawel Kiepulski 16/1 og Helgi Hlynsson varði 1 vítakast.
Eftir viku fer fram seinni leikur liðanna út í Litháen.
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is.
____________________________________________
Mynd: Liðsmynd eftir leikinn
Umf. Selfoss / JÁE