Vilius Rasimas
Meistaraflokkur karla gerði góða ferð í höfuðstaðinn og sigraði Val í Origohöllinni í sínum fyrsta leik á nýju ári, 24-30.
Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og leiddu með þremur mörkum eftir um fimmtán mínútna leik. 5-8. Áfram héldu Selfyssingar og náði mest fimm marka forskot, 7-12 eftir um tuttugu mínútna leik. Valsmenn náðu þó að svara fyrir sig og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk í hálfleik, 12-15. Selfoss hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og hélt tveggja til fimm marka forskoti út allan seinni hálfleik. Lokatölur 24-30.
Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 8, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Nökkvi Dan Elliðason 4, Sveinn Aron Sveinsson 4, Hergeir Grímsson 3, Tryggvi Þórisson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Einar Sverrisson 1
Varin skot: Vilius Rasimas 18 (43%)
Næsti leikur hjá strákunum er gegn Þór Ak. í Hleðsluhöllinni á sunnudaginn næstkomandi kl 16:30. Þá mætir m.fl kvenna Aftureldingu kl. 13.30 á sama stað. Sannkallaður tvíhöfði þar á ferð sem verður í þráðbeinni á SelfossTV.
Mynd: Vilius Rasimas var frábær í kvöl með 18 skot varin.
Umf. Selfoss / ÁÞG