Fyrsti leikur vetrarins var gegn Gróttu á Seltjarnarnesi. Fyrirfram var búist við hörkuleik og svo varð raunin. Leikurinn byrjaði rólega og kom fyrsta mark leiksins ekki fyrr en á fjórðu mínútu. Selfoss tók svo forystuna og komst í 4-2 eftir tíu mínútur . Leikurinn hélst þó jafn eftir að Selfoss jafnaði í 5-5. Á 27 mínútu leiksins glöddust flestir Selfyssingar þegar Örn Þrastarson skokkaði inn á og skoraði úr víti, en það er ár síðan hann sleit krossband á þessum velli. og hálfleikstölur 11-11. Á þessum tíma átti Selfoss vörnin í miklum erfðileikum með línumann Gróttu, sem skoraði 4 mörk og fiskaði eitt víti. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og einkenndis af miklum tæknifeilum og ágætum vörnum báðum megin.
Í seinni hálfleik kom allt annað Selfoss lið út og byrjaði að spila sterka vörn sem liðið nýtt sér með hraðaupphlaupum og náði forystunni í 15-18 og hélst þessi þriggja marka munur alveg fram að seinustu tíu mínútunum.Þá fer Grótta að minka forystuna og jafna svo leikinn á 57 mín og spennan gífurleg í húsinu. Á 59 mín gerist algjör vendipunktur í leiknum fyrir Selfyssinga, þegar þeir missa boltann og Grótta kemst upp völlin og Helgi æðir út úr markinu. En leikmaður Gróttu nær ekki að skora í autt markið og Selfoss skorar í næstu sókn og staðan 25-24 og ná að standa áhlaup Gróttu í lokinn þegar Helgi varði þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum og gífurlega sætur sigur í höfn.
Það var gífurlega gaman að sjá baráttuna í liðinu, menn verða ekki sakaðir um að leggja sig ekki fram. Hinsvegar var mikill haustbragur af leiknum, margir feilar þó að stundum sáust glæsileg tilrif. Einnig dýrt að klúðra 3 vítaköstum af 5. Matthías var grimmur fyrir utan og setti nokkur glæsileg mörk með þrumu skotum. Einar Pétur var virkilega flottur í hraðaupphlaupunum og stal einnig boltanum og skoraði á mikilvægu augnabliki undir lok leiksins. Ómar stóð vörnina vel og skilaði miklu til liðsins sóknarlega með góðum blokkeringum á línunni. Helgi stóð vaktina vel í markinu og varði oft á tíðum mikilvæg skot. Aðrir skiluðu góðu framlagi.
Mörk Selfoss: Matthías Örn Halldórsson 9, Einar Pétur Pétursson 6, Hörður Gunnar Bjarnason 4, Jóhann Gunnarsson 2, Einar Sverrisson 2, Atli Kristinsson 1, Örn Þrastarson 1.
Helgi varði 18 skot og fékk á sig 23 sem gerir 44% markvörslu.
Sverrir reyndi við 1 víti en varði ekki.
Næsti leikur liðsins er heimaleikur við Fylki á föstudaginn 5. Október kl. 19:30. Hvetur heimasíðan flesta til að mæta á leikinn og styðja við bakið á strákunum.