Sebastian gegn Hömrunum
Strákarnir okkar í mfl. karla gerðu góða ferð norður á Akureyri á laugardaginn. Þar spiluðu þeir á móti Hömrunum og endaði leikurinn með sigri Selfoss 29-35. Nokkuð sannfærandi sigur sem þó hefði átt að verða mun meiri en sex mörk.
Hamrarnir byrjuðu betur og náðu tveggja marka forystu 4-2. Þá náðu Selfyssingar góðum kafla og skoruðu sex mörk, á meðan norðanmenn komu boltanum ekki í netið, og breyttu stöðunni í 4-8. Þegar 25 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 9-19 fyrir Selfoss. Þá slökuðu Selfyssingar á og fóru inn í hálfleikinn með fimm marka forskot, 15-20.
Selfyssingar héldu forystunni allan seinni hálfleikinn, Hamrarnir náðu þó að minnka muninn í þrjú mörk en nær komust þeir ekki. Lokatölur urðu 29-35 og tvö stig á Selfoss. Sebastian varði vel í marki Selfoss og vörnin var ágæt á köflum þó svo mörkin hafi orðið 29. Leikurinn var fast spilaður og miklar sveiflur í leik beggja liða. Matthías Örn meiddist illa á hné um miðjan seinni hálfleikinn en samkvæmt bestu heimildum virðist þetta, sem betur fer, ekki vera krossband. Matti mun fara í frekari skoðun eftir helgi og þá kemur í ljós hvers alvarleg meiðslin eru.
Selfyssingar eru nú í öðru sæti deildarinnar með níu stig eftir fimm leiki. Hafa unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli. Afturelding er í fyrsta sæti en þeir hafa spilað sex leiki. Það er ljóst að fyrsta deildin er jöfn og gríðarlega spennandi í vetur og hvert stig mun skipta máli í lokin í baráttunni um að komast upp í Olís deildina.
Líkt og undanfarið dreifðist markaskorun á marga en hún var eftirfarandi:
Einar Sverrisson – 11
Matthías Örn Halldórsson – 7
Ómar Ingi Magnússon – 6
Hörður Másson – 4
Magnús Már Magnússon – 2
Daníel Arnar Róbertsson – 1
Jóhannes Snær Eiríksson – 1
Sverrir Pálsson – 1
Gunnar Páll Júlíusson – 1
Örn Þrastarson – 1
Næsti leikur hjá Selfoss er föstudaginn 8. nóvember þegar við tökum á móti KR-ingum í Vallaskóla.
Það er gaman að sjá hve vel var fjallað um 1. deildina um helgina hjá nokkrum vefmiðlum. Sunnlenska.is fjallaði að sjálfsögðu um leikinn og einnig var Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndara á staðnum og tók margar skemmtilegar myndir sem birtust á vef Sport.is.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.