Handbolti - Ragnarsmótið Elvar Örn
Selfyssingar tóku á móti Akureyringum í Olís-deild karla í Vallaskóla á föstudag.
Fyrri hálfleikur einkenndist af öflugum varnarleik liðanna en staðan eftir kortersleik var jöfn 5-5 og í hálfleik var staðan 13-15. Seinni hálfleikur bauð upp á meira fjör fyrir áhorfendur og þá sérstaklega stuðningsmenn gestanna sem náðu fjögurra marka forskoti er seinni hálfleikur var hálfnaður, 19-23. Í kjölfarið á leikhléi Selfyssinga söxuðu heimamenn hægt og bítandi á Akureyri og náðu að minnka muninn í eitt mark en náðu aldrei að jafna metin og urðu lokatölur 29-32 fyrir Akureyri.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 7, Andri Már Sveinsson 6,Teitur Örn Einarsson 4, Hergeir Grímsson, Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Einar Sverrisson 3 og Guðjón Ágústsson, Árni Guðmundsson og Magnús Öder Einarsson 1 mark hver. Grétar Ari Guðjónsson varði 10 skot í marki Selfoss og Helgi Hlynsson 1.
Næsti leikur Selfyssinga er á útivelli gegn FH miðvikudaginn 5. október kl. 19:30.
---
Elvar Örn var markahæstur Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson