Hergeir Grímsson
Meistaraflokkur karla gerði í kvöld jafntefli við KA í hörkuleik á Akureyri. Leikurinn var hluti af þrettándu umferð Olísdeildarinnar og endaði 24-24.
Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir 2-5 yfir eftir tíu mínútna leik. Þá skiptu KA menn upp um gír og náðu að jafna leikinn. Selfyssingar héldu svo frumkvæðinu áfram út hálfleikinn þar sem staðan var 11-13. Seinni hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrri endaði og héldu Selfyssingar áfram að skora á undan. Á 45. mínútu komust heimamenn svo yfir, 18-17. Þeir virtust ekki ætla að sleppa tökum á því forskoti og virtust ætla að taka bæði stigin. Þegar tæpar 10 sekúndur voru eftir á klukkunni skoraði Hergeir svo sitt ellefta mark og tryggði Selfyssingum jafnteflið, lokatölur 24-24.
Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 11/2, Ragnar Jóhannsson 7, Alexander Már Egan 3, Nökkvi Dan Elliðason 2, Magnús Öder Einarsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 16 (41%)
Nú tekur við landsliðsvika og fá strákarnir langþráða hvíld. Næsti leikur þeirra verður fimmtudaginn 18. mars þegar Afturelding kemur í heimsókn.
Mynd: Hergeir Grímsson átti frábæran leik, öflugur í vörn og með 11 mörk.
Umf. Selfoss / SÁ