Selfoss-2 í 3. flokki mætti KR í gær í Vesturbæ Reykjavíkur. KR-ingar voru sterkari í leiknum og unnu 33-28 sigur.
Nokkuð jafnræði var fyrstu mínúturnar upp í stöðuna 3-3. Fóru heimamenn að sigla framúr og eftir 20 mínútur leiddur KR-ingar 14-7. Selfyssingar gerðu næstu fjögur mörk og hefðu hæglega getað komist nær KR en þrjú mörk fyrir hálfleik. Það voru hins vegar KR-ingar sem bættu við forskotið og 16-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik voru heimamenn sterki og lokatölur 33-28 eins og áður segir.
Selfyssingar áttu marga góða kafla í leiknum. Vandamálið var bara að þeir duttu niður á milli. Á slöku köflum liðsins náði KR að búa til stórt forskot bæði í fyrri og seinni hálfleik. Margt jákvætt sást aftur á móti og t.d. sóknarleikurinn lengst af nokkuð vel útfærður. Vörnin small þó ekki nema í smá tíma í bæði fyrri og seinni hálfleik og hafði það nokkuð að segja.
Næsti leikurinn hjá þessu liði er gegn ÍR næstkomandi sunnudag. Þar ætla strákarnir sér að ná sigri og bæta leik sinn áfram.