Þór Íslandsmeistari 2015
Íslandsmót Seniora 15 ára og eldri var haldið laugardaginn 25. apríl í Laugardalshöll. Júdódeild Selfoss sendi fimm júdókappa og allir náðu þeir á verðlaunapall.
Þór Davíðsson varð Íslandsmeistari í -90 kg flokki sem var gífurlega jafn og sterkur flokkur. Einnig náði Þór þriðja sæti í opnum flokki en þar tapaði hann einungis fyrir sigurvegaranum Þormóði Jónssyni.
Egill Blöndal keppti í -81 kg flokki. Þar voru mættir til leiks tólf keppendur og lenti Egill í öðru sæti. Í fyrstu viðureign mætti Egill sterkum keppenda frá Júdófélagi Reykjavíkur, Egill vann hann eftir langa og stranga viðureign. Næstu tvær viðureignir vann Egill örugglega en í úrslitaviðureign mætti hann Sveinbirni Iura sem hann tapaði fyrir.
Í -100 kg flokki kepptu hinir ungu og efnilegu júdókappar Grímur Ívarsson 17 ára og Úlfur Böðvarsson 16 ára. Grímur náði öðru sæti og Úlfur þriðja sæti sem er frábær árangur hjá svo ungum júdóköppum.
Í -66 kg flokki keppti Brynjólfur Ingvarsson á sínu fyrsta Íslandsmóti og náði hann þriðja sæti eftir flottar viðureignir.
Nánari umfjöllun og myndir má finna á Heimasíðu Júdósambands Íslands.
---
Þór Davíðsson á efsta þrepi í -90 kg flokki.
Ljósmynd af heimasíðu JSÍ.