Þórir Ólafsson hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Hann er þó hvergi hættur að koma nálægt starfinu og snýr sér að öðrum störfum innan deildarinnar.
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss þakkar Þóri fyrir starfið, en hann hefur verið þjálfari Selfoss undanfarin tvö tímabil.
"Ég er mjög þakklátur fyrir tímann sem aðalþjálfari liðsins eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari í nokkur ár. Þessi tvö ár hafa verið mjög skemmtileg og lærdómsrík. Ég óska nýjum þjálfara og liðinu góðs gengis í framtíðinni" sagði Þórir Ólafsson fráfarandi þjálfari Selfoss.
Nýr þjálfari meistaraflokks karla mun verða kynntur til leiks innan skamms.