Þrír landsliðsmenn Hergeir, Elvar Örn og Ómar Ingi
U-18 ára landslið karla sem leikur undir stjórn Einars Guðmundssonar lék þrjá vináttuleiki við Dani í Danmörku í upphafi mánaðarins. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðsins fyrir lokakeppni EM í Póllandi í ágúst en liðið vann sér þar þátttökurétt með góðum árangri í forkeppni í Svíþjóð í janúar. Selfyssingarnir Ómar Ingi Magnússon og Elvar Örn Jónsson léku alla leiki liðsins. Auk þess fór félagi þeirra Hergeir Grímsson með en vegna meiðsla gat hann ekkert spilað.
Fyrsta leikurinn tapaðist 22-21. Leikurinn var hörkuspennandi allan tímann en reyndust Danir sterkari á lokakaflanum. Mörk Íslands skoruðu: Ómar Ingi Magnússon 6, Egill Magnússon 5, Sturla Magnússon 3, Kristján Kristjánsson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Óðinn Ríkarðsson 1, Elvar Jónsson, Hlynur Bjarnason 1 og Leonharð Harðarson 1.
Annan leikinn vann Ísland örugglega 27-22 eftir að hafa verið undir í leikhléi 10-14. Frábær varnarleikur Íslendinga í seinni hálfleik gerði gæfumuninn og Ísland vann öruggan sigur. Mörk Íslands skoruðu: Egill Magnússon 8, Ómar Ingi Magnússon 4, Elvar Örn Jónsson 3, Óðinn Ríkharðsson 3, Kristján Kristjánsson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Leonharð Harðarson 2, Dagur Arnarsson 1 og Sturla Magnússon 1.
Þriðja leikinn unnu Danir 31-26 eftir að staðan í hálfleik var 15-14. Um var að ræða hörkuleik allan tímann en Íslendingarnir voru ekki sáttir með dómgæsluna í leiknum og töldu verulega á sig hallað. Markaskorarar Íslands: Óðinn Ríkharðsson 6, Aron Dagur Pálsson 4, Egill Magnússon 3, Hlynur Bjarnason3, Ómar Ingi Magnússon 3, Dagur Arnarsson 2, Kristján Kristjánsson 2, Sturla Magnússon 2 og Leonharð Harðarson 1.
Uppskeran úr þessum þremur leikjum var einn góður sigur og tvö töp en þess ber að geta að margir í íslenska liðinu voru að spila sína fyrstu landsleiki og því getur liðið verið nokkuð sátt með útkomuna. Þessi ferð var góður undirbúningur fyrir lokakeppni EM sem fram fer í Póllandi í ágúst.
Fréttir af heimasíðu HSÍ.