Fimleikar - KK 4. fl. bikarmeistarar
Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram helgina 26.-28. febrúar. Mótið var haldið í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi, og er þetta fjölmennasta hópfimleikamót sem haldið hefur verið hér á landi.
Fimleikadeild Selfoss sendi alla sína keppnishópa á mótið, alls fimmtán lið. Margir ungir iðkendur voru að stíga sín fyrstu skref í keppni og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
1. flokkur hóf keppni á föstudagskvöld þar sem mikið var í húfi en þar kepptu lið Selfoss, Gerplu og Fjölnis um sæti á Norðurlandamóti unglinga sem fram fer í Danmörku 16. apríl 2016. Okkar stúlkur áttu gott mót og stóðu sig virkilega vel en það dugði þó ekki til og höfnuðu þær 2. sæti á eftir liði Gerplu.
Tvö lið Selfyssinga nældu sér í bikarmeistaratitil en það voru drengir í 4. flokki og blandað lið í 3. flokki. Bæði lið sigruðu sína flokka með miklum yfirburðum.
Allir iðkendur fimleikadeildar Selfoss stóðu sig með mikilli prýði og voru félaginu til sóma.
Hér má finna öll úrslit mótsins.
sav/tb
---
Selfoss 4. flokkur karla
Selfoss 3. flokkur blandað lið