Fyrsta mótið hjá eldra árinu (2001) í 6. flokki karla fór fram um helgina. Selfoss var með þrjú lið á mótinu eða alls 25 stráka.
Liðin náðu góðum árangri. Selfoss-1 vann alla 5 leiki sína í efstu deild. Liðið sigraði því fyrsta mótið af fimm í vetur sem telja til Íslandsmeistaratitils. Selfoss-2 varð einnig deildarmeistari í sinni deild og fóru taplausir í gegnum helgina. Selfoss-3 lék vel á mótinu þó svo að þeir hafi ekki náð að sigra sína deild.
Selfoss strákarnir léku flottan handbolta um helgina jafnt í vörn sem sókn. Liðin einkendust að mikilli leikgleði sem er það sem mestu máli skiptir.
Við birtum hér myndir frá verðlaunaafhendingu.