Helga Fjóla Erlendsdóttir Garpi Íslandsmeistari í fimmtarþraut og Anna Metta Óskarsdóttir Selfossi silfurverðlaunahafi
Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram helgina 27.-28.júlí í Kaplakrika. Anna Metta Óskarsdóttir keppti í fimmtarþraut í flokki 15 ára og vann til silfurverðlauna en æfingafélagi hennar Helga Fjóla Erlendsdóttir Garpi varð Íslandsmeistari í fimmtarþrautinni. Helgi Reynisson Þjótanda sem einnig æfir með frjálsíþróttadeild Selfoss vann til silfurverðlauna í flokki 16-17 ára pilta. Anna Metta hljóp 80m grindahlaup á tímanum 13,57 sek og bætti sinn besta árangur og hún bætti sig einnig í kringlukasti þegar hún þeytti henni 30,31m. Í langstökki stökk hún 4,85 m, hún kastaði spjótinu 20,77m og að lokum hljóp hún 800 m á tímanum 2:52,09 mín.
Næstu helgi fjölmenna síðan iðkendur deildarinnar á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi.