Landsmót 50+ 2017
Dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ og upplýsingar um keppnistilhögun allra keppnisgreina liggur nú fyrir og hafa upplýsingarnar verið birtar á mótavef UMFÍ.
Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Hveragerði dagana 23.-25. júní næstkomandi. Þetta er sjöunda mótið fyrir 50 ára og eldri sem UMFÍ stendur fyrir.
Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Mótið hefst föstudaginn 23. júní og lýkur eftir hádegi, sunnudaginn 25. júní.
Skráning og greiðsla keppnisgjalds fer fram á heimasíðu UMFÍ. Áætlað er að skráning hefjist 1. júní næstkomandi. Þátttakendur greiða eitt gjald kr. 4.500,- og öðlast þá heimild til að taka þátt í eins mörgum greinum og þeir treysta sér til.
Vonast er til að Selfyssingar sem og Sunnlendingar allir fjölmenni á mótið.