Úrslit í öðru Grýlupottahlaupinu 2015

Frjálsar Grýlupottahlaupið 088
Frjálsar Grýlupottahlaupið 088

Frábær þátttaka var í öðru Grýlupottahlaupi ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 25. apríl. Þátttakendur voru 154 sem er töluverð fjölgun frá fyrsta hlaupi ársins. Vonandi verður framhald á góðri mætingu og að hitastigið hækki eftir því sem líður á vorið.

Besta tímann hjá stelpunum átti Harpa Svansdóttir, 3:11 mín og hjá strákunum var það Teitur Örn Einarsson sem hljóp á 2:33 mín.

Hlaupaleiðinni er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.

Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum Sunnlenska.is með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

2. Grýlupottahlaup 2015

1. Grýlupottahlaup 2015

Myndir úr hlaupinu má finna á Fésbókarsíðu Umf. Selfoss.

Þriðja hlaup ársins fer fram nk. laugardag 2. maí. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.

Allir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu og verður verðlaunaafhending laugardaginn 6. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.

Athugasemdir og ábendingar um hlaupið má gjarnan senda til Þuríðar Ingvarsdóttur á netfangið thuryingvars@gmail.com.

---

Þessi ungi hlaupari nálgast endamarkið í hlaupinu á laugardag.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson