úrvalshópur
Frjálsíþróttasamband Íslands velur tvisvar sinnum á ári úrvalshóp úr hópi unglinga 15-19 ára þar sem markmiðið er að skapa umhverfi þar sem íþróttir snúast um meira en bara keppni og árangur. Umhverfi þar sem unglingarnir fá ekki einungis tækifæri til að þróast sem íþróttamenn heldur einnig tækifæri til að eignast vini, skapa sér heilbrigðan lífstíl og læra að sigrast á sjálfum sér með því að setja sér raunhæf markmið og plön. Frjálsíþróttasambandið gefur út krefjandi lágmörk til þess að komast í hópinn og er mjög eftirsóknarvert að ná í hópinn. Haldnar eru æfingabúðir þar sem færir þjálfarar leiðbeina hópnum og er æft við bestu aðstæður.
Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss náði þeim frábæra árangri að átta ungmenni úr þeirra röðum náðu að komast í hópinn.
Þetta eru þau:
Eva María Baldursdóttir (hástökk og þrístökk)
Bríet Bragadóttir (60 m, 100 m, 200 m, 400 m, 60 m/80 m grind, langstökk og þrístökk)
Dagur Fannar Einarsson (60 m, 100 m, 200 m, 800 m, 300 m grind, 1.500 m og langstökk)
Hákon Birkir Grétarsson (60 m, 100 m og 100 m grind)
Helga Margrét Óskarsdóttir ( Spjótkast)
Hildur Helga Einarsdóttir (kúluvarp og spjótkast)
Jónas Grétarsson (60 m og 200 m)
Kolbeinn Loftsson (spjótkast)