elena og kristrún
Selfossstelpur mættu liði ÍR í Olísdeildinni í dag. Fyrir leikinn sat lið Breiðyltinga í næstneðsta sæti deildarinnar á meðan Selfoss var í því sjötta, af 14 liðum.
Jafnt var eftir 10 mín leik 5-5 og ljóst að ÍR-stúlkur ætluðu að selja sig dýrt í þetta skiptið, þeim varð ekki kápan úr því klæðinu enda Selfossstelpur á þeim buxunum að sækja sigur í Breiðholtinu og tóku þær því forystuna með auknum hraða í leiknum þar sem nokkur hraðaupphlaup skiluðu góðum mörkum.
Staðan í hálfleik 10-18. Selfossstelpur slökuðu aðeins á í síðari hálfleik en þó var sigurinn gegn fastspilandi borgarbörnum aldrei í hættu enda fór svo að sigur hafðist 27-32.
Næsti leikur liðsins er á heimavelli nk. laugardag á móti efsta liði deildarinnar ÍBV.
Markaskorun:
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9
Adina Ghidoarca 8
Hildur Öder Einarsdóttir 4
Carmen Palamariu 3
Elena Birgisdóttir 2
Kristrún Steinþórsdóttir 2
Perla Ruth Albertsdóttir 2
Margrét Katrín Jónsdóttir 1
Thelma Sif Kristjánsdóttir 1
Markvarsla:
Katrín Ósk Magnúsdóttir 9 varðir boltar (36%)
Áslaug Ýr Bragadóttir 2 varðir boltar (16%)
MM