Vallaskóli iðar af fimum krökkum um helgina

barbara
barbara

Fimleikadeild Selfoss gefur út vormótsblað í tengslum við Vormót Fimleikasambands Íslands sem haldið er á Selfossi um helgina.  Blaðið er borið út í hús í Sveitarfélaginu Árborg en einnig fá áhorfendur á mótinu eintak. Hægt er að skoða blaðið með því að smella á eftirfarandi hlekk Fimleikablað Selfoss 2013.

Mótið er það fjölmennasta sem haldið hefur verið á vegum Fimleikasambandsins en rétt um 800 keppendur taka þátt.  Fjöldi keppenda gista í Vallaskóla og verður sundlaugarpartý á laugardagskvöldið í Sundhöll Selfoss.  Fimleikadeild Selfoss á rúmlega 130 keppendur á mótinu og einnig eiga Stokkseyringar eitt lið eða 12 keppendur.  Frá Þór Þorlákshöfn koma svo tvö lið eða 23 keppendur.  Endilega Lítið við í Vallaskóla til að sjá flotta krakka uppskera eftir æfingar vetrarins. 

Mótið fer fram á þremur dögum í sex mismunandi hlutum. Nánari dagskrá og skipulag má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Skipulag vormóts