Mótokross - Ræsing I
Þriðja umferð Íslandsmótsins fór fram á Selfossi um seinustu helgi. Keppendur vorum um 80 talsins og var mikil stemming á svæðinu.
Heimamenn komust á pall nokkrum flokkum. Eric Máni Guðmundsson sigraði í 85 cc flokki og varð Eiður Orri Pálsson í þriðja sæti. Ásta Petrea Hannesdóttir náði öðru sæti í kvennaflokki og Alexander Adam Kuc nældi sér í þriðja sætið í flokknum MX2.
Fjórða og síðasta umferð Íslandsmótsins fer fram í Bolaöldum þann 29. ágúst.
---

Gyða Dögg sigraði í kvennaflokki og Ásta Petrea varð önnur.

Eric Máni sigraði í sínum flokki og Eiður Orri varð þriðji.

Alexander Adam varð í þriðja sæti.
Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf. Selfoss