Fimleikar NM 2015 (2)
Laugardaginn 20. febrúar heldur fimleikadeild Selfoss Wow-mótið í hópfimleikum í Iðu á Selfossi en það er fyrsta mótið í meistaraflokki í vetur. Mótið er hluti af úrtökumótum fyrir 1. flokk en iðkendur í flokknum keppast við að ná sæti á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem haldið verður í Danmörku 16. apríl næstkomandi.
Selfoss sendir tvö lið til keppni á mótið, annars vegar kvennalið í 1. flokki og hins vegar blandað lið í fullorðinsflokki. Keppni í 1. flokki hefst klukkan 12:00 en í meistaraflokki klukkan 16:00.
Skipulag fyrir mótið er á vefsíðu Fimleikasambandsins
Mótið er haldið í Iðu og hvetjum við alla til að koma og styðja við liðin á heimavelli.
ob
---
Það má búast við glæsilegum tilþrifum hjá Selfyssingum í Iðu á laugardag.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/IHH