Fjölmörg ungmenni frá Selfossi voru í landsliðsverkefnum í lok desember. Öll yngri landslið Íslands voru með æfingabúðir og átti Selfoss samtals 19 þátttakendur í þessum verkefnum. Selfoss var með 15 ára lið stráka og stelpna á Norden-cup milli jóla og nýárs og gátu þeir krakkar því ekki tekið þátt í landsliðæfingum, en Norden-cup er óopinbert Norðurlandamót félagsliða.
Þeir Janus Daði Smárason og Sverrir Pálsson tók þátt í Hela-cup í Þýskalandi með undir 18 ára landsliði pilta. Liðið hafnaði í 4 sæt af 8. liðum. Janus er fyrirliði liðsins og algjör lykilmaður, en Sverrir var að leika sína fyrstu landsleiki og þá sem línumaður en hann hefur í gegnum alla flokka leikið sem skytta. Daníel Arnar Karelsson æfði einnig með liðinu.
Ómar Ingi Magnússon var valinn í hóp fyrir tvo leiki undir 16 ára landsliðsins sem lék við Frakka í Hafnarfirði fyrir jól. Ómar handarbrotnaði nokkrum dögum fyrir leikina og gat því ekki tekið þátt í verkefninu.
Magnús Már Magnússon, Einar Sverrisson og Ketill Hauksson vorum valdur í úrtakshóp fyrir undir 20 ára landslið karla.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir æfði með undir 18 ára landsliði kvenna sem undirbýr sig fyrir undankeppni Evrópumeistaramóts í vor.
Thelma Björk Einarsdóttir, Þuríður Guðjónsdóttir, Helga Rún Einarsdóttir, Harpa Brynjarsdóttir, Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir og Katrín Magnúsdóttir voru valdar í undir 16 ára landslið kvenna og þeir Sævar Ingi Eiðsson, Árni Guðmundsson, Nikulás Hansen Daðason og Guðjón Ágústsson æfðu með undir 16 ára landslið pilta milli jóla og nýárs.