2. flokkur byrjar árið vel

Stjörnumenn úr Garðabæ sóttu okkar drengi heim í gærkvöld og fóru tómhentir heim að lokinni heimsókn þeirri. Selfoss hafði yfir 16-15 í hálfleik og hafði að lokum öruggan sigur, 37-28. Eins og tölurnar sýna skoraði Selfoss 21 mark í síðari hálfleik og léku þeir við hvern sinn fingur. Vörnin hefði mátt vera betri en er engu að síður að lagast með hverjum leik. Þá varði Sverrir frábærlega í markinu og oft á mikilvægum augnablikum.

2. flokkur Selfoss hefur bætt sig jafnt og þétt og verðum við aðdáendur að sýna þolinmæði. Liðið missti marga sterka leikmenn fyrir tímabilið sem hefðu hjálpað afar mikið og þá ekki síst varnarlega. Síðuritari saknar leikmanna eins og Bjarnar Gíslasonar, Jóhanns Gylfa, Arnar Þrastar, Sigurðar Más og nú síðast datt svo Andri Már úr leik fyrir stuttu. Svo má ekki gleyma ólseigum leikmönnum á borð bræðurna Guðbjörn og Ingva og frænda þeirra Sigurþór "Zodiac". Það er því augljóst að það tekur tíma að slípa þetta saman og það eru strákarnir að gera.

Næsti leikur liðsins er gegn Fram í bikarnum á útivelli næsta þriðjudag. Það verður skemmtilegur leikur enda Fram með frábært lið og enn betri þjálfara. Alls spilar 2. flokkur fimm leiki í janúar.

Tölfræði: 
Andri H 10/13 
Einar 8/12 
Matti 7/14 
Maggi 4/5 
Janus 4/4 
Trausti 2/2 
Keli 1/4 
Geiri 1/5 
Sverrir varði 23 skot og fékk á sig 25. Varði Sverrir 2 víti einnig 
Bogi varði 1 skot og fékk á sig 3