Eitthvað voru menn illa fyrirkallaðir í upphafi leiks því sprækir heimamenn réðu gangi leiksins fyrstu 20 mínúturnar. Fjölnir leiddi 6-4 eftir 5 mín., 8-6 eftir 15 mín. og loks 11-10 eftir 20 mín. Þá hrukku okkar strákar í gang og var staðan 13-17 í hálfleik.
Strax á fyrstu 5 mín. síðari hálfleiks jókst munurinn í 13-20 og hélst sá munur nokkurn veginn til leiksloka. Fjölnismenn hafa átt fína spretti í vetur og gerðu okkar strákum lífið leitt á löngum köflum að þessu sinni. Niðurstaðan engu að síður sigur 23-31 og tvö mikilvæg stig í hús.
Næsti leikur strákanna er heimaleikur gegn UMFA á föstudagskvöld kl. 20:00. Þeir eru með öflugt lið og því hvetjum við alla til þess að gera sér ferð í Vallaskóla á föstudagskvöld og hvetja strákana til dáða.
Áfram Selfoss