Anna Metta byrjar innanhússtímabilið með krafti
Gaflarinn var haldinn í Kaplakrika laugardaginn 2.nóv sl. Keppt er í flokkum 15 ára og yngri og tóku 12 keppendur frjálsíþróttadeildar þátt með góðum árangri. Hér fyrir neðan er talinn upp árangur þeirra sem unnu til verðlauna í flokkum 10-15 ára en 9 ára og yngri fengu öll þátttökuverðlaun
Anna Metta Óskarsdóttir, 14 ára, náði þeim frábæra árangri að setja HSK met í 14 ára flokki í tveimur greinum. Hún sigraði í langstökki þegar hún stökk 5.30m og bætti ársgamalt HSK met Helgu Fjólu Erlendsdóttur. Í 300m hlaupi vann hún til silfurverðlauna og bætti þriggja ára HSK met Eydísar Önnu Birgisdóttur er hún hljóp á tímanum 44,45 sek. Hún kórónaði síðan árangurinn með því að bæta sig í 60m hlaupi er hún kom í mark á tímanum 8,35 sek og fékk silfur að launum.
Andri Már Óskarsson sigraði í langstökki með 4.20m löngu stökki í flokki 11 ára og hann vann einnig til silfurverðlauna í 60m hlaupi á timanum 9,37sek. Hilmir Dreki Guðmundsson stökk 4.00m í langstökki í flokki 11 ára og vann til bronsverðlauna.
Heiðdís Lilja Sindradóttir sigraði í langstökki í flokki 11 ára þegar hún stökk 3.83m og Bjarkey Sigurðardóttir hlaut bronsverðlaun með 3,60m löngu stökki í langstökki
Magnús Brynjar og Hjálmtýr Óli voru í feiknastuði og bættu sinn besta árangur
Vilborg Lára og Margrét Auður stóðu sig frábærlega og bættu sinn besta árangur