hsk_rgb
Fjölmennt lið HSK/Selfoss tók þátt á Gaflaranum í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika sl. laugardag en mótið er frjálsíþróttamót fyrir 10-14 ára keppendur. Keppendur af sambandssvæðinu stóðu sig frábærlega og settu samtals átta HSK met á mótinu. Frá þessu er greint á vef HSK.
Í 11 ára flokki pilta setti Daði Kolviður Einarsson Umf. Selfoss met í 400 metra hlaupi, hann hljóp á 70,05 sek. Teitur Örn Einarsson átti gamla metið, 74,13 sek.Sebastian Þór Bjarnason Selfossi bætti 11 ára gamalt met Ármanns Óla Ólafssonar í 400 metra hlaupi í 12 ára flokki þegar hann hljóp hringina tvo á 65,93 sek. Gamla metið var 67,42 sek.Sindri Freyr Seim Sigurðsson Umf. Heklu bætti ársgamlt HSK met Dags Fannars Einarssonar í 400 metra hlaupi í 13 ára flokki um rúmar tvær sekúndur. Sindri hljóp á 58,10 sek, en gamla metið var 60,12 sek.
Eva María Baldursdóttir Selfossi tvíbætti HSK metið í hástökki innanhúss í 13 og 14 ára flokkum á mótinu og setti því samtals fjögur met. Metið í þessum flokkum var 1,55 metrar, en hún stökk fyrst yfir 1,56 metra og bætti um betur og stökk einnig yfir 1,60 metra. Dagný Hanna Hróbjartsdóttir átti metið í þessum flokkum, en hún deildi því með Dagnýju Lísu Davíðsdóttur í 14 ára flokknum.
Loks bætti Dagur Fannar Einarsson Umf. Selfoss eigið met í 400 metra hlaupi í 14 ára flokki. Hann hljóp á 57,62 sek. Gamla metið, sem hann setti í mars sl., var 58,14 sek.
Heildarúrslit mótsins má sjá á www.fri.is.