Brenniboltar
Brenniboltamót knattspyrnudeildar verður haldið laugardaginn 5. mars í Iðu og hefst klukkan 12:30. Mótið er haldið af meistaraflokki karla í knattspyrnu sem verða að sjálfsögðu með lið og skora þeir á alla aðra meistaraflokka á Selfossi að mæta með lið.
Mótið er liður í fjáröflun strákanna fyrir æfingaferð sem farið verður í í byrjun apríl. Stórglæsileg verðlaun í boði og einnig heiðurinn að vera bestur í brennibolta á Suðurlandi. Sjoppa verður á staðnum og lifandi tónlist. Mótsgjald eru litlar 10.000 krónur á lið og eru sex manns í hverju liði. Skráning er hjá Þorsteini í síma 773-8827.
Við skorum á þig að safna liði, mæta með stríðsmálningu í andlitinu og negla í fullt af fólki!