Caitlyn Clem í Selfoss

caitlyn_clem-minni-260418gk
caitlyn_clem-minni-260418gk

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska markmanninn Caitlyn Clem og mun hún spila með félaginu í Pepsi-deild kvenna í sumar.

 

Clem, sem er 22 ára, kemur til Selfoss úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var lykilmaður í liði Wisconsin háskólans. 

 

„Caitlyn var hjá okkur í nokkra daga til reynslu áður en við sömdum við hana. Hún lítur út fyrir að vera öflugur markmaður og sterk týpa. Hún hefur leiðtogahæfileika sem nýtast bæði innan og utan vallar. Hún er með mjög góðan sparkfót og sterk í teignum,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

 

Selfyssingar hefja leik í Pepsi-deild kvenna föstudaginn 4. maí þegar liðið heimsækir Val að Hlíðarenda.

 

 

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss og Caitlyn Clem við undirritun samningsins. Ljósmynd/UMFS