Daníel Breki í keppni á NM í spjótkasti
Keppni á Norðurlandameistaramóti U20 fór fram í Danmörku helgina 10.-11. ágúst. Ísland og Danmörk tefldu fram sameiginlegu liði og áttu íslendingar 10 keppendur í liðinu. Lið Íslands og Danmerkur keppti gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Það eru tveir einstaklingar sem keppa í grein frá hverri þjóð. Daníel Breki Elvarsson var valinn til að keppa í spjótkasti og stóð hann sig frábærlega er hann kastaði 800gr spjótinu 55,07m og bætti sinn besta árangur. Áður hafði hann lengst kastað 54,32m.