EHF cup
Handboltalið Selfoss tekur á móti HK Malmö, frá Svíþjóð, í Evrópukeppninni næstkomandi laugardag 12. október kl. 18. Þetta er seinni leikur liðanna í þessari þessari umferð í Evrópukeppninni. Fyrri leikurinn, sem fram fór sl. laugardag 5. október endaði með sex marka sigri Malmö, 33 – 27 í Svíþjóð.
Sex marka tap er ekki svo ókleifur múr að komast yfir enda hefur Selfossliðið sýnt það undanfarin ár að það er til alls líklegt og hefur þar með brotið hærri múr en þetta, en það gerðist sl vor þegar liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum.
Selfossstrákarnir eru Íslandsmeistarar. Já, Íslandsmeistarar og þeir eiga það fyllilega skilið og gott betur en það. Það fyllir mann stolti að klæðast í vínrauðan og hvítan bol á leikdegi og drífa sig út í Hleðsluhöll á leikdegi og horfa á þessa stráka spila handbolta. Það er einmitt það sem ég ætla að gera næstkomandi laugardag og hvetja þá til dáða.
Ég hvet stuðningsmenn liðsins til að mæta og styðja strákana til þess að ná sjö marka sigri gegn Malmö og þar með kemst Selfossliðið í næstu umferð Evrópukeppninar.
ÁFRAM SELFOSS!
Kristján Eldjárn Þorgeirsson