Elvar Örn gegn Tyrkjum
Íslenska A-landsliðið keppti tvo leiki á dögunum í undankeppni EM 2020 sem fram fer í Noregi, Svíþjóð og Austurríki. Ísland spilaði gegn Grikkjum hér heima miðvikudaginn s.l. en héldu síðan út til Tyrklands og spiluðu við heimamenn á sunnudag. Það voru fjórir Selfyssingar í liðinu að þessu sinni, þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon. Allir komu þeir við sögu í leikjunum og stóðu sig með prýði.
Fyrri leikinn vann Ísland með 14 mörkum, 35-21. Eftir dapran fyrri hálfleik hrökk liðið í gang í seinni hálfleik og valtaði yfir Grikki. Bjarki Már var markahæstur með 6 mörk, Elvar Örn skoraði 2 og Ómar Ingi eitt mark. Í seinni leiknum lagði Ísland Tyrki af velli með 11 mörkum, 33-22. Þar var atkvæðamestur Elvar Örn með 9 mörk, Bjarki Már með 5 mörk og Haukur eitt.
Mynd: Elvar Örn Jónsson var með 9 mörk. HSÍ.