Fimm marka sigur eftir frábæran seinni hálfleik

Selfoss_IBVU
Selfoss_IBVU

Stelpurnar tóku á móti nágrönnum sínum frá Eyjum í Grill 66 deildinni í Hleðsluhöllinni í kvöld, Selfoss sigraði leikinn með 5 marka mun, 22-17.

Bæði lið voru lengi í gang en Selfoss var sterkari aðilinn framan af í fyrri hálfleik, ÍBV náði að jafna leikinn í 9-9 en Selfyssingar tóku við sér og komust tveimur mörkum yfir fyrir leikhlé í 12-10. Selfyssingar byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og náðu fimm marka forystu, 17-12. Eyjakonur gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í tvö mörk, 17-15, um miðjan seinni hálfleikinn. Selfoss var hins vegar sterkari aðilinn í lokin og vann öruggan fimm marka sigur, 22-17.

Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 9/5, Katla María Magnúsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1

Varin skot: Henriette Østegaard 15 (46%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is.

Næsti leikur í Hleðsluhöllinni er á morgun, laugardag, þar sem Selfoss U tekur á móti Herði frá Ísafirði. Strákarnir taka svo á móti Stjörnumönnum á mánudaginn. Næsti leikur hjá stelpunum er í bikarnum gegn KA/Þór á miðvikudaginn næstkomandi kl. 19.30. 


Vörn og markvarsla var frábær í kvöld.
Sunnlenska.is / Guðmundur Karl