Frjálar - Fjóla Signý í Svíþjóð
Dagana 9. og 10. mars sl. fór fram bætingamót í Kaplakrika, svokallað Lenovomót FH. Keppt var meðal annars í fimmtarþraut kvenna og sjöþraut karla. Selfoss átti tvo keppendur á mótinu, þau Fjólu Signýju Hannesdóttur og Dag Fannar Einarsson sem bæði eru í hörkuformi þessa dagana.
Fjóla Signý varð önnur í fimmtarþrautinni með 3.584 stig sem er annar besti árangur íslendings í ár. María Rún Gunnlaugsdóttir FH sigraði, en hún varð á dögunum Íslandsmeistari í fimmtarþraut. Fjóla bætti sig m.a. í langstökki innanhúss er hún stökk 5,35 m og svo varð hún alveg við sitt besta í 60 m grind er hún kom í mark á 9,04 sek. árangur hennar í öðrum greinum þrautarinnar var eftirfarandi. Kúluvarp 9,28 m, hástökk 1,65 m og 800 m hlaup á 2:25,67 mín.
Dagur Fannar átti góða þraut þar sem hann varð þriðji og bætti sig m.a. í 1.000 m hlaupi þegar hann kom fyrstur í mark á 2:44, 82 mín., sem er HSK met í 16-17, 18-19 og 22-22 ára flokkum, en hann átti sjálfur metin í þessum flokkum. Í 60 m hlaupi var Dagur nálægt sínu besta er hann kom í mark á 7,49 mín. Annar árangur Dags var eftirfarandi. Langstökk 6,06 m, kúluvarp 9,83 m, hástökk 1,75 m, 60 m grindahlaup 9,41 sek. og stangarstökk 3,11 m. Heildarstigafjöldi hjá honum var 4.239 stig sem er HSK met með karlaáhöldum í tveimur aldursflokkum, 18-19 ára og 20-22 ára.
Flott mót hjá þeim Fjólu og Degi og verður gaman að fylgjast með þeim í keppnum sumarsins.
Úr fréttabréfi HSK