Taekwondo Beltapróf 2013b
Laugardaginn 7. desember fór fram beltapróf hjá Taekwondodeild Umf. Selfoss í Iðu. Alls þreyttu 49 iðkendur prófið en þeir komu frá Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellu og Hvolsvelli. Stóðu allir þátttakendur sig með prýði og urðu deildinni til sóma. Á prófinu voru einnig veitt belti fyrir þá sem hafa náð ákveðnum markmiðum sem iðkendur setja sér til að öðlast svarta beltið. Dagný María Pétursdóttir fékk þriðju svörtu röndina á fjólublátt belti, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir og Pétur Már Jensson fengu fyrstu svörtu röndina á fjólublátt belti og þau Sigríður Eva Guðmundsdóttir, Hekla Þöll Stefánsdóttir, Ísak Máni Stefánsson, Sigurjón Bergur Eiríksson og Daniel Fonseca fengu öll fjólublátt belti.
Glæsilegur árangur hjá iðkendum og óskar Taekwondodeildin þeim til hamingju með árangurinn.