Taekwondo - Sigurjón Bergur Eiríksson
Um seinustu helgi fór fram keppni í taekwondo á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum (RIG) og átti Selfoss fjóra keppendur á mótinu sem allir enduðu à palli.
Í bardaga hlaut Sigurjón Bergur Eiríksson gullverðlaun í -80 kg flokki karla þar sem úrslitin réðust á síðustu 30 sekúndum eftir mjög jafnan bardaga. Björn Jóel Björgvinsson hafnaði í öðru sæti í -73 kg junior flokki karla, Egill Kári Gunnarsson keppti í sama flokki þar sem hann keppti við Björn og hafði Björn betur en Egill uppskar bronsið.
Í formum hlaut Þorsteinn Ragnar Guðnason þrenn gullverðlaun í einstaklings, para og hópaformum. Egill Kári hlaut gullverðlaun í einstaklings formum og silfurverðlaun í hópaformum.
djp
---
Á mynd með frétt er Sigurjón Bergur sem var að vinna sinn fyrsta sigur í senior-keppni í mörg ár.
Á mynd fyrir neðan eru Þorsteinn Ragnar með gullsafnið sitt frá mótinu.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss