Forseti ÍSÍ heimsótti Selfoss

Forseti ÍSÍ í heimsókn
Forseti ÍSÍ í heimsókn

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Örvar Ólafsson verkefnastjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ heimsóttu Héraðssambandið Skarphéðinn miðvikudaginn 22. október sl. Greint var frá heimsókninni í frétt á vef HSK.

Eftir að hafa heimsótt Þorlákshöfn og Hveragerði var ekið til Selfoss en byrjað á því að kíkja á golfvöllinn þar sem Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Árborgar og Örn Guðnason varaformaður HSK tóku á móti hópnum, ásamt Ástfríði Sigurðardóttur formanni Golfklúbbs Selfoss, sem sagði frá því helsta úr starfi klúbbsins. Þaðan var haldið í Reiðhöll Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem Magnús Ólason formaður tók á móti hópnum. Loks var farið á íþróttasvæðið á Selfossi þar sem Guðmundur Kr. Jónsson formaður Umf. Selfoss, Gissur Jónsson framkvæmdastjóri og Sveinbjörn Másson vallarstjóri leiddu hópinn um knattspyrnusvæðið ásamt því að skoða íþróttahús Vallaskóla og Sundhöll Selfoss.

Eftir mannvirkjaskoðun á Selfossi var haldinn fundur með fulltrúum úr stjórn og varastjórn Héraðssambandsins Skarphéðins þar sem ýmis hagsmunamál íþróttahreyfingarinnar voru rædd fram eftir kvöldi.

---

Frá fundi í Selinu að lokinni mannvirkjaskoðun í Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi.
Mynd af vef HSK.