Frábær fimleikahelgi að baki

KKY á GK móti
KKY á GK móti

Helgina 7. - 9. febrúar fór fram GK-mót yngri flokka í hópfimleikum, í umsjá Gerplu. Selfoss sendi 7 lið til keppni og var mikil ánægja með helgina meðal iðkendanna okkar.

KKy keppti í stökkfimi en nú keppa stúlkur og drengir á sama aldri saman í flokki, en áður kepptu drengirnir í sér flokki. Drengirnir kepptu 9 í liði þetta skiptið sem er frábær aukning þar sem þeir voru einungis 5 sem kepptu í haust. Þeir eru áhugasamir og duglegir og það verður gaman að fylgjast með þeim áfram!

Í 4. flokki áttum við 4 lið, eitt lið í A-deild, eitt í B-deild, eitt í C-deild og eitt sem keppti í stökkfimi. Liðin röðuðust á þennan hátt eftir úrslit á haustmóti sem var haldið á Selfossi á nóvember.

4. flokkur A, B og C lentu öll í 1. sæti í sínum flokki, efst af 9 liðum í deildinni. 4. flokkur sem keppti í stökkfimi lenti í 7. sæti af 15 liðum og sýndu miklar framfarir milli móta.

Í 5. flokki átti Selfoss einnig tvö lið. Í 5. flokki er ekki keppt til verðlauna enda eru liðin að stíga sín fyrstu skref í keppni og er þetta fyrsta FSÍ mótið sem þau mega taka þátt í. Mikil leikgleði einkenndi liðin sem áttu góðan dag og nutu sín vel á keppnisgólfinu. Eftir mótið fengu þær allar viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Iðkendur og þjálfarar Selfoss mega vera virkilega stolt og ánægð með frammistöðuna um helgina, við erum að sjá miklar framfarir, gleði og liðsheild sem er akkúrat það sem við viljum. Til hamingju öll!