Mads Pind Jensen
Fimleikadeild Selfoss hefur ráðið til sín danskan þjálfara í fullt starf. Hann heitir Mads Pind Jensen er 21 árs og kemur frá Danmörku. Mads hefur m.a. keppt í powertumbling og hópfimleikum. Hann var meðal annars í karlalandsliði Dana á Evrópumótinu 2012 þegar þeir urðu Evrópumeistarar. Mads hefur þjálfað hópfimleika í Danmörku og kláraði Ollerup fimleikaskólann síðasta vor.
Hann er reynslumikill keppandi og kemur til með að miðla reynslu sinni af mikilli fagmennsku til iðkenda deildarinnar og þá ekki síst til drengjanna sem eru í mikilli sókn og vexti hjá deildinni. Hann kemur að þjálfun sex hópa hjá félaginu og er mikil ánægja meðal iðkenda, þjálfara og stjórnar með að hann sé kominn í okkar raðir.
---
Mads Pind í hópi meistaraflokksstúlkna á æfingu.
Mynd: Umf. Selfoss/Olga