KSI_Logo_BlueRed_2020
Selfoss tapaði stigum í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu þegar liðið laut í gras fyrir Þrótti Vogum á föstudaginn.
Heimamenn skoruðu eina mark leiksins í seinni hálfleik. Annars var fátt um fína drætti í leiknum en Selfyssingar léku manni færri í sextíu mínútur eftir að Kenan Turudija lét reka sig af velli um miðjan fyrri hálfleikinn fyrir óþarfa brot.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is
Eftir sex umferðir eru Selfyssingar í fimmta sæti deildarinnar með 10 stig og taka á móti Kórdrengjunum, toppliði deildarinnar á JÁVERK-vellinum miðvikudaginn 22. júlí kl. 19:15.