Júdó - Grímur 1. dan
Grímur okkar Ívarsson, sem er búsettur í Danmörku um þessar mundir, kom við á Íslandi í janúar til að taka þátt í Reykjavík Judo Open sem er hluti af Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum (RIG).
Hann notaði tækifærið og tók próf fyrir svarta beltið eða 1. dan og stóðst það með glæsibrag en hann var löngu búinn að uppfylla þau skilyrði sem þarf í það.
Hrafn Arnarsson frá Umf. Selfoss var mótherji (uke) hans í beltaprófinu enda er hann sjálfur á hraðri leið að komast í svartabeltið sjálfur.
Við óskum Grími að sjálfsögðu til hamingju með áfangann.
---
F.v. eru Hrafn, Grímur og Garðar Skaptason þjálfari hjá júdódeild Selfoss.