Getraunastarfið hjá Selfoss er farið af stað og hefst haustleikur Selfoss getrauna laugardaginn 4. október.
Spilaðar verða 10 vikur og að því loknu munu efstu liðin í hvorum riðli keppa til úrslita þann 13. desember.
Hvetjum tippara til að taka þátt í leiknum og draga með sér nýja tippara í leikinn. Því fleiri þeim mun skemmtilegra.
Fyrsta vetrardag verður boðið í dögurð (brunch) í Tíbrá og seinasta laugardag fyrir jól, þann 20. desember, verður jólamatur Selfoss getrauna þar veitt verða verðlaun fyrir haustleikinn.
Getraunakaffi Selfoss er opið alla laugardaga milli kl. 11 og 13 í Tíbrá. Þar er heitt á könnunni og bakkelsi frá Guðnabakaríi.
Allur ágóði af getraunastarfinu rennur í 2. flokk karla og kvenna.