Hitað upp fyrir EM - 3. hluti

Fimleikar_Konráð Oddgeir
Fimleikar_Konráð Oddgeir

Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi dagana 15. - 18. október. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum. Mótið er einstakur viðburður í íþróttasögu Íslendinga en það verður sett með glæsilegri opnunarhátíð miðvikudaginn 15. október klukkan 17:00 í Frjálsíþrótthöllinni í Laugardal.

Við hitum upp fyrir mótið með viðtölum við landsliðsfólk Selfyssinga sem birtast hér á vef Umf. Selfoss á hverjum degi fram að móti.

Þriðji í röðinni er Konráð Oddgeir Jóhannsson sem keppir með blönduðu liði unglinga.

Konráð Oddgeir er fæddur 1998 og eru foreldrar hans Jóhann Helgi Konráðsson og Steinunn Húbertina Eggertsdóttir.

Fyrirmynd: Niclas Buten og Mads Pind.

Hvenær vissir þú að landsliðið var eitthvað sem þig langaði að stefna að? Þegar ég fór á fyrstu úrtaksæfinguna sá ég að ég átti möguleika, þannig að ég reyndi mitt besta til að komast í liðið og það tókst.

Uppáhaldsmatur: Beikonvafðar kjúklingabringur með fyllingu og sætum kartöflum.

Markmið á EM: Mín markmið eru að lenda öll stökkin mín, klúðra engu í dansinum og að liðið komist á verðlaunapall.

Eftirminnilegasta fimleikamótið: Það mun vera þegar við í Selfoss mix náðum 3. sæti á Norðurlandameistaramótinu núna í vor.

Helsta afrek í fimleikum: Að komast í landslið Íslands.

Við óskum Konráð Oddgeir góðs gengis á Evrópumótinu.

Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu að næla ykkur í miða á Midi.is og veita afreksíþróttamönnum okkar stuðning beint í æð með því að mæta í Laugardalinn og styðja landsliðin okkar.

ÁFRAM ÍSLAND!


Fyrri kynningar:

Eysteinn Máni Oddsson

Alma Rún Baldursdóttir