Hitað upp fyrir EM - 7. hluti

Fimleikar_Aron
Fimleikar_Aron

Evrópumótið í hópfimleikum sem haldið er á Íslandi hefst á morgun. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum. Mótið er einstakur viðburður í íþróttasögu Íslendinga en það verður sett með glæsilegri opnunarhátíð miðvikudaginn 15. október klukkan 17:00 í Frjálsíþrótthöllinni í Laugardal.

Við hitum upp fyrir mótið með viðtölum við landsliðsfólk Selfyssinga sem birtast hér á vef Umf. Selfoss á hverjum degi fram að móti.

Sjöundi í röðinni er Aron Bragason sem keppir með blönduðu liði fullorðinna.

Aron er fæddur 1995 og eru foreldrar hans Svava Davíðsdóttir og Bragi Sverrisson.

Fyrirmynd í fimleikum? Það er Jacob Melin, sem er einn sá fremsti á þessu sviði og er flottur íþróttamaður. Stendur alltaf stökkin sín.

Hvað þarf til að ná langt í fimleikum? Það er aukaæfingin, vera dugleg/ur að æfa sig utan æfinga líka.

Uppáhalds skyndibitinn? Það er líklegast góður subway.

Markmið á EM: Að komast í sem flestar umferðir og lenda allt mitt.

Eftirminnilegasta mótið: Eftirminnilegasta mótið var NM 2013, þá keppti ég í fyrsta skipti á NM og með nýju karlaliði, fékk að gera einstaklings spígathopp í dansinum og gleymi því aldrei.

Helsta afrek í fimleikum: Mitt helsta afrek er ábyggilega að vera fyrsti Íslendingurinn til að lenda þrefalt með einum og hálfum. En mótalega séð að hafa komist á EM 2012 og NM 2013 þó ég hafi ekki æft í mörg ár.

Við óskum Aroni góðs gengis á Evrópumótinu.

Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu að næla ykkur í miða á Midi.is og veita afreksíþróttamönnum okkar stuðning beint í æð með því að mæta í Laugardalinn og styðja landsliðin okkar.

ÁFRAM ÍSLAND!


Fyrri kynningar:

Eysteinn Máni Oddsson

Alma Rún Baldursdóttir

Konráð Oddgeir Jóhannsson

Nadía Björt Hafsteinsdóttir

Rikharð Atli Oddsson

Rakel Nathalie Kristinsdóttir